Forsíða

Kæru vinir Barnamenningarhátíðar!

 

Það er ljóst að Barnamenningarhátíð mun ekki fara fram dagana 21. til 26. apríl. Það breytir ekki því að við vinnum einbeitt að því að skipuleggja hátíðina okkar. 

Það hafa margir lagt mikla vinnu í að undirbúa viðburði og sýningar á hátíðinni um alla borg og við erum að leita allra leiða til að sjá til þess að af þeim verði með öðrum hætti og á öðrum tíma en áætlað var.

Við verðum sveigjanlegri en nokkru sinni fyrr og erum til í að skoða allt skipulag í samstarfi við viðburðarhaldara með opnum huga. Við bætum við upplýsingum um leið og þær liggja fyrir.

 

Með kveðju á tímum nýrra lausna

Aðalheiður, Anna, Björg, Gummi og Harpa