Forsíða

Breytt fyrirkomulag Barnmenningarhátiðar og sjónvarpsþáttur tileinkaður Barnamennningarhátíð og barnamenningu.

Hér er hægt er að horfa á þáttinn Barnamenningarhátíð heim til þín, sem var sýndur á RÚV laugardaginn 24. apríl

Helsta breytingin er sú að við höfum ákveðið að lengja í hátíðartímabilinu, og gefa öllum þeim sem eru með viðburði á áætlun svigrúm til að framkvæma þá viðburði eins og talið er öruggast og best og best hverju sinni. Mun formlegt tímabil Barnamenningarhátíðar ársins 2021 vera frá 20. apríl – 14. júní, – eða til loka skólaársins.

Ævintýrahöllin mun fara fram í Árbæjarsafni að öllum líkindum í byrjun júni, það verður auglýst frekar þegar nær dregur. 

 

 

 Fylgist endilega með okkur en hér á síðunni mun dagskrá tileinkuð börnum birtast fram eftir vori.

 

Lag Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Lagið Fljúgandi furðurverur varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin svöruðu spurningum um það sem skiptir þau máli í heiminum og lagið varð til úr frá hugmyndum þeirra.

Höfundar lags og texta: Bríet Ísis Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson
Hljóðvinnsla: Pálmi Ragnar Ásgeirsson